Fyrirtækið Mekka Wines&Spirits var stofnað um vorið 1995 undir nafninu Allied Domecq Spirits&Wines. Í tengslum við eignarhaldsbreytingar á fyrirtækinu í byrjun ársins 2006 var nafninu breytt í Mekka Wines&Spirits. Fyrirtækið hefur frá fyrsta degi átt góðu gengi að fagna og er í dag eitt af stærstu fyrirtækjunum í innflutningi á áfengi á Íslandi. Á þessum árum hefur vörubreiddin styrkst mikið og er enn í stöðugri þróun, enda nauðsynlegt að aðlaga sig að síbreytilegu neyslumynstri landans.
Við hjá Mekka Wines&Spirits erum ákaflega stolt af því að hafa ávallt verið í samstarfi við marga af stærstu og virtustu áfengisframleiðendum heims, sem og fjölmarga aðra hágæða framleiðendur. Þetta gerir okkur kleift að bjóða upp á breitt vöruúrval af heimsþekktum vörumerkjum sem mörg hver eru markaðsleiðandi í sínum vöruflokki hér á Íslandi.
En gott vöruúrval dugir ekki eitt og sér og við starfsfólk Mekka Wines&Spirits erum mjög meðvituð um mikilvægi þess að viðskiptavinurinn sé ánægður. Því leggjum við mikið upp úr því að þjónusta viðskiptavini okkar eins vel og nokkur kostur er og vinna vel með þeim við að byggja markvisst upp sameiginleg viðskipti til framtíðar.
Við hjá Mekka Wines&Spirits þökkum fyrir samstarfið á liðnum árum og hlökkum til að takast á við framtíðina með ykkur.
Höfum samt ávallt hugfast að ganga hægt um gleðinnar dyr og munum að njóta áfengis í hófi.